fbpx
Föstudagur 10.október 2025
433Sport

Arnar átti erfitt með að ná í menn á mánudag – Segir þá hafa verið þunna

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. október 2025 13:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var mjög gaman. Ég er ótrúlega stoltur af klúbbnum, Sölva og leikmönnunum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari um Íslandsmeistaratitil sinna fyrrum lærisveina í Víkingi, sem þeir tryggðu sér á dögunum.

Komið var inn á þetta á blaðamannafundi Arnars í Laugardalnum í dag fyrir landsleik Íslands gegn Úkraínu annað kvöld. „Það var erfitt að óska þeim til hamingju morguninn eftir, þeir voru frekar þunnir kapparnir,“ sagði hann enn fremur og uppskar mikinn hlátur.

Arnar var þjálfari Víkinga í sex ár og gerði liðið að Íslandsmeisturum 2021 og 2023, sem og að bikarmeisturum fjórum sinnum.

„Þetta er geggjað fyrir félagið, ótrúleg stemning sem myndaðist. Fyrir mig persónulega var þetta eins og að sjá barnið sitt halda áfram að gera góða hluti, eiginlega meiri gleði en að vinna sjálfur. Framtíð félagsins er í toppmálum,“ sagði Arnar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ráðleggur Guardiola að segja upp störfum hjá City

Ráðleggur Guardiola að segja upp störfum hjá City
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fullyrðir að nýir eigendur séu að ganga frá kaupum á Manchester United

Fullyrðir að nýir eigendur séu að ganga frá kaupum á Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungstirni Manchester United kallað á æfingu enska landsliðsins

Ungstirni Manchester United kallað á æfingu enska landsliðsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eignuðust sitt fyrsta barn saman sjö mánuðum eftir að hann var hreinsaður af dómi um nauðgun

Eignuðust sitt fyrsta barn saman sjö mánuðum eftir að hann var hreinsaður af dómi um nauðgun