fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
433Sport

Arnar brattur fyrir morgundeginum – „Megum ekki vera silly og heimskir í okkar nálgun“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. október 2025 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands segir hópinn gera kröfu á sigur gegn Úkraínu á morgun í undankeppni HM. Allt geti hins vegar gerst.

Ísland er með þrjú stig eftir tvær umferðir en gestirnir eru með eitt stig eftir jafntefli við Aserbaídsjan, lið sem Ísland slátraði á heimavelli. Leikurinn á morgun fer fram á Laugardalsvelli og er uppselt.

„Þeir eru með mjög marga góða leikmenn, eru með varnarmenn sem fór til PSG sem kostar meira en allt liðið okkar. Við þurfum að virða þá til að eiga séns á morgun,“ sagði Arnar á fundi í dag.

Serhiy Rebrov er þjálfari liðsins en hann átti farsælan feril sem leikmaður. „Það má líka bæta við að þjálfarinn er Rebrov, hann er mjög flottur. Ég er svo gamall að ég man eftir honum og Shevchenko frammi hjá þeim.“

„Ég dáðist alltaf að Rebrov sem leikmanni, hann hefur gert vel með þetta lið. Þeir eru töluvert fyrir ofan okkur á heimslistanum.“

Arnar vonast til að íslenska liðið geti nýtt sér það að Úkraína er með bakið upp við vegg. „Vonandi náum við að nýta það að þeir eru ekki alveg með kassann úti eins og okkar leikmenn eftir úrslit í síðustu leikjum.“

„Þetta er klárlega ekki byrjunin sem þeir gerðu ráð fyrir, þegar þú missir stig þá þarftu að vinna þei upp. Kannski ætluðu þeir að vinna Aserbaídsjan, gera jafntefli hérna og vinna okkur á eigin heimavelli. Þegar þú færð slæm úrslit þá hefur það áhrif, þetta er topplið. Það er krafan sem við gerum á okkur sjálfa að vinna leikinn, við megum ekki vera silly og heimskir í okkar nálgun. Við erum að keppa við toppleikmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segist fá ótrúlega hjálp frá Aroni Einari í landsliðinu – „Ef ég hef spurningar þá er hann klár að gefa ráð“

Segist fá ótrúlega hjálp frá Aroni Einari í landsliðinu – „Ef ég hef spurningar þá er hann klár að gefa ráð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar átti erfitt með að ná í menn á mánudag – Segir þá hafa verið þunna

Arnar átti erfitt með að ná í menn á mánudag – Segir þá hafa verið þunna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miklar líkur á varanlegri lömun eftir hræðilegt atvik á sunnudag – Sjáðu hvað gerðist

Miklar líkur á varanlegri lömun eftir hræðilegt atvik á sunnudag – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko leitar að stuðningsmanni United eftir helgina

Umboðsmaður Sesko leitar að stuðningsmanni United eftir helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Beckham ekki lengi að opna veskið og sækir mann til að fylla skarð Alba

Beckham ekki lengi að opna veskið og sækir mann til að fylla skarð Alba
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rútubílstjóri rekinn fyrir klæðaburð sinn á sunnudag – Sagður hafa skapað hættu fyrir farþega

Rútubílstjóri rekinn fyrir klæðaburð sinn á sunnudag – Sagður hafa skapað hættu fyrir farþega
433Sport
Í gær

Réttarhöldum frestað í fjórða sinn – Sakaður um að hafa ráðist á lögreglumenn í sumarfríi

Réttarhöldum frestað í fjórða sinn – Sakaður um að hafa ráðist á lögreglumenn í sumarfríi
433Sport
Í gær

Andri útskýrir af hverju Grétar bróðir hans ætlaði að buffa Tarik á sunnudag – „Segir eitthvað get up pussy“

Andri útskýrir af hverju Grétar bróðir hans ætlaði að buffa Tarik á sunnudag – „Segir eitthvað get up pussy“