fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Pressan

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Pressan
Fimmtudaginn 9. október 2025 08:30

Ernest Nichols.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ernest Nichols, sextugur kennari dæmdur var í 15 ára fangelsi fyrir að nauðga táningsstúlku, var drepinn í fangelsinu þar sem hann afplánaði dóminn.

Hann fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum í Greene-fangelsinu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum á sunnudag. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að 41 árs samfangi Ernest, Wilbert Baldwin, var handtekinn grunaður um morðið. Sá sat inni fyrir tilraun til manndráps.

Fréttastofa WBTV greinir frá því að Ernest, sem starfaði sem íþróttakennari, hafi verið dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga 15 ára stúlku. Hann átti að losna úr fangelsi í september 2027.

Nichols starfaði áður sem íþróttakennari við Ransom-miðskólann og var fyrst handtekinn árið 2009 eftir að rannsókn leiddi í ljós að hann hafði misnotað stúlku í sex mánuði árið 2008.

Samkvæmt gögnum málsins sendi hann einnig stúlkunni óviðeigandi skilaboð á samfélagsmiðlum, þar sem hann þóttist vera sonur sinn.

Við húsleit fundust myndbönd, myndavélar og kynlífstæki á heimili hans í Huntersville, þar sem brotin áttu sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur dæmdur í fangelsi fyrir heimskulegt uppátæki – „Ég fékk mjög slæma hugmynd”

Áhrifavaldur dæmdur í fangelsi fyrir heimskulegt uppátæki – „Ég fékk mjög slæma hugmynd”
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vann yfir hundrað milljónir á skafmiða – Tveimur mánuðum síðar fékk hann kjaftshöggið sem hann þurfti

Vann yfir hundrað milljónir á skafmiða – Tveimur mánuðum síðar fékk hann kjaftshöggið sem hann þurfti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umfangsmiklar björgunaraðgerðir á Everest

Umfangsmiklar björgunaraðgerðir á Everest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk tvíburasystur sína um miðja nótt: Var hann í raun sofandi og ófær um að stjórna gjörðum sínum?

Stakk tvíburasystur sína um miðja nótt: Var hann í raun sofandi og ófær um að stjórna gjörðum sínum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óttast að raðmorðingi gangi laus í Houston – Lögregla hvetur til stillingar og íbúar grípa til eigin ráða

Óttast að raðmorðingi gangi laus í Houston – Lögregla hvetur til stillingar og íbúar grípa til eigin ráða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja hönnunargalla í Teslu hafa valdið dauða dóttur þeirra

Segja hönnunargalla í Teslu hafa valdið dauða dóttur þeirra
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja nær útilokað að litli drengurinn finnist á lífi

Telja nær útilokað að litli drengurinn finnist á lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eina konan á dauðadeild í Tennessee verður líflátin á næsta ári

Eina konan á dauðadeild í Tennessee verður líflátin á næsta ári