Manchester United fylgist grannt með stöðu mála hjá franska varnarmanninum Dayot Upamecano, sem er að renna út af samningi hjá Bayern Munchen.
Samkvæmt þýska miðlinum Bild hefur United mikinn áhuga á að fá Upamecano á frjálsri sölu næsta sumar, ef Bayern tekst ekki að framlengja við hann, eins og stefna félagins er að gera.
Viðræður Bayern við Upamecano hafa staðið yfir í nokkurn tíma en er talið að þær strandi á bónusgreiðslum.
Einnig er talið að Liverpool, Real Madrid og Barcelona fylgist með stöðunni hjá þessum 25 ára gamla miðverði, sem hefur verið lykilleikmaður hjá Bayern síðustu ár.