fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
433Sport

Daníel Tristan um uppákomuna á dögunum: „Missti hausinn í eina sekúndu og þá gerðist þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. október 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er þvílíkt spenntur fyrir þessu verkefni, eiginlega bara jafnmikið og fyrir því fyrra,“ sagði Daníel Tristan Guðjohnsen landsliðsmaður, sem er á leið inn í sitt annað verkefni með íslenska liðinu eftir að hafa komið frábærlega inn sem nýliði í síðasta mánuði.

Ísland mætir Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag í undankeppni HM. Um afar mikilvæga leiki er að ræða, sérstaklega sá fyrri þar sem Strákarnir okkar geta komið sér í frábæra stöðu um að ná umspilssæti.

video
play-sharp-fill

„Þegar maður nær tveimur góðum leikjum bætir það sjálfstraustið og fílinginn í hópnum. Mér finnst allir vera mjög spenntir.

Það er mikið undir og við vitum það. En við ætlum bara að fara á völlinn og vinna þennan leik. Ég held að þetta verði spennandi leikur. Þeir eru sterkir og við líka, erum á góðum stað og vonandi heldur það áfram,“ sagði Daníel.

Hann var aðeins spurður út í rautt spjald sem hann fékk með Malmö gegn Viktoria Plzen í Evrópudeildinni á dögunum. Virtist hann þar gefa andstæðingi sínum olnbogaskot.

„Maður missti kannski hausinn í eina sekúndu og þá gerðist þetta. Ég er bara ungur og mun læra af þessu,“ sagði hann um málið.

Viðtalið í heild er í spilaranum hér ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

ÍBV staðfestir að Láki Árna verði áfram í Eyjum

ÍBV staðfestir að Láki Árna verði áfram í Eyjum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kampavínssósíalisti í klandri með undirmenn sína – Bannaði þeim að nota enska fánann

Kampavínssósíalisti í klandri með undirmenn sína – Bannaði þeim að nota enska fánann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sturluð tölfræði Haaland vekur athygli

Sturluð tölfræði Haaland vekur athygli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heimir vill að Ísrael sitji við sama borð á Rússland í heimi fótboltans

Heimir vill að Ísrael sitji við sama borð á Rússland í heimi fótboltans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Uppljóstrar um SMS skilaboð sem hann fékk frá Thomas Tuchel

Uppljóstrar um SMS skilaboð sem hann fékk frá Thomas Tuchel
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Handtekinn og grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Handtekinn og grunaður um kynferðisbrot gegn barni
433Sport
Í gær

Þýski meistarinn klæddist íslenskri hönnun um helgina

Þýski meistarinn klæddist íslenskri hönnun um helgina
433Sport
Í gær

Gjaldþrota Íslandsvinur fær tækifæri til að sækja í pokann í Sádí Arabíu

Gjaldþrota Íslandsvinur fær tækifæri til að sækja í pokann í Sádí Arabíu
Hide picture