Það var mikil gleði í klefanum hjá Víkingi á sunnudagskvöld eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Liðið vann þá 2-0 sigur á FH.
Tvær umferðir eru eftir af Bestu deildinni en Víkingar fóru á mikið skrið síðustu vikur og fögnuðu vel og innilega í Fossvoginum á sunnudaginn.
Margt var um manninn en segja má að tveir dáðustu sjónvarpsmenn á Íslandi síðustu ár hafi stolið senunni í klefanum hjá Víkingi.
Sauðkrækingurinn, Auðunn Blöndal og Breiðhyltingurinn, Sverrir Þór Sverrisson voru mættir inn í klefa hjá Víkingi að fagna með þeim.
Auðunn hefur verið duglegur að mæta a á leiki Víkings síðustu ár en hann er búsettur í hverfinu við heimavöll Víkings.
Daníel Hafsteinsson einn besti leikmaður Víkings í sumar fékk mynd af sér með þessum mönnum. „Fuck it, blö-a mig í gang,“ skrifaði Daníel með mynd sem hann birti á X-inu.
Fuck it, blö-a mig í gang pic.twitter.com/6B94ifgiYD
— Daníel Hafsteinsson (@Danielhafsteins) October 5, 2025