fbpx
Föstudagur 03.október 2025
433Sport

Eiður Smári telur endurkomu líklega en segir eitt og annað fráhrindandi – „Ég ætla að nefna eitt dæmi þar sem ég gat misst hausinn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. október 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótboltagoðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen segir að hann muni snúa aftur í þjálfun einn daginn. Sem stendur veit hann þó ekki hvenær rétti tímapunkturinn verður eða hvaða staður myndi henta honum best.

Eiður ræddi þessi mál í hlaðvarpinu Dr. Football. Nokkrar þjálfarastöður hafa losnað á Íslandi undanfarið, þar á meðal hjá FH, þar sem Eiður þjálfaði einmitt síðast. Er það jafnframt eina félagsliðið sem hann hefur þjálfað.

„Ég get alveg séð það fyrir mér en ég þarf að vera 100 prósent tilbúinn í það. Það fer eftir því hvar það er og undir hvaða kringumstæðum. Ég elska að vera úti á velli, setja upp æfingar og undirbúa leiki, en allt bullið í kring getur gert mig geðveikan,“ sagði Eiður, aðspurður um endurkomu í þjálfun.

„Því miður er ég enn smá tilfinningavera og þetta ristir oft djúpt. Eins og að tapa bikarúrslitaleik þó leikurinn hafi verið frábær og við gáfum allt í þetta. Þá líður mér sennilega verr en ef ég hefði tapað þegar ég var að spila,“ sagði hann, en Eiður kom FH í bikarúrslit 2022.

Eiður, sem lék auðvitað með liðum eins og Barcelona og Chelsea á ferlinum, segir það erfiðara að tapa leikjum sem þjálfari en leikmaður.

„Þú gefur frá þér allar upplýsingar sem þú getur en þér finnst þú samt svo ráðalaus. Eitt lítið atriði getur skipt svo miklu máli. Þegar þú ert inni á vellinum hefurðu á tilfinningunni að þú getir gert eitthvað í þessu.“

Eiður ræddi þá aðeins fótboltakúltúrinn á Íslandi.

„Það sem vantar á Íslandi er að leikmenn beri miklu meiri virðingu fyrir æfingunni sjálfri. Ég ætla að nefna eitt dæmi þar sem ég gat misst hausinn. Það er sendingaræfing, enginn mótherji, engir varnarmenn, ekki neitt og boltinn rúllar eitthvað í burtu, léleg móttaka, léleg sending. Þá er bara tekinn næsti bolti og haldið áfram. Það er enginn næsti bolti, boltinn er farinn. Þið misstuð hann, hlaupið á eftir honum og drullist til að halda honum, það er enginn á móti ykkur. Það geta allir sent boltann og tekið á móti honum. Þá er þetta spurning um hvort þetta sé einbeitingarleysi, finnst þeim þetta óþarfi? Vinnusemi er eitthvað sem maður býst alltaf við frá leikmönnum, mistök eru ekkert vandamál.“

Sem fyrr segir ætlar Eiður sér að snúa aftur í þjálfun þegar tímapunkturinn er réttur. „Á einhverjum tímapunkti á ég eftir að fara aftur í þjálfun. Það verður bara að koma í ljós hvenær og á hvaða stað.“

Klippan þar sem Eiður ræðir þessi mál er í spilaranum hér ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Newcastle
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiður Smári hefði tekið upp símann – „Arnar gerir þetta á sinn hátt og stendur og fellur með því“

Eiður Smári hefði tekið upp símann – „Arnar gerir þetta á sinn hátt og stendur og fellur með því“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmenn United með sorgarbönd á morgun eftir hryðjuverkaárás

Leikmenn United með sorgarbönd á morgun eftir hryðjuverkaárás
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Líkur á að Postecoglou verði rekinn eftir helgi

Líkur á að Postecoglou verði rekinn eftir helgi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhugaverður enskur landsliðshópur: Bellingham ekki í hóp og fleiri stjörnur í kuldanum

Áhugaverður enskur landsliðshópur: Bellingham ekki í hóp og fleiri stjörnur í kuldanum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að stjórn United muni taka ákvörðun um Amorim eftir ákveðið marga leiki

Segir að stjórn United muni taka ákvörðun um Amorim eftir ákveðið marga leiki
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Spænskir fjölmiðlar beina spjótum sínum að Yamal eftir gærdaginn

Spænskir fjölmiðlar beina spjótum sínum að Yamal eftir gærdaginn