fbpx
Laugardagur 04.október 2025
Pressan

Fundu vísbendingar um lykilinn að langlífi í genum 117 ára gamallar konu

Pressan
Laugardaginn 4. október 2025 07:30

Maria Branyas Morera sem varð 117 ára og Manel Esteller sem rannsakaði gen hennar. Mynd: Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári lést 117 ára gömul spænsk kona Maria Branyas Morera. Hún var þá formlega skráð elsta manneskja heims en áður en hún lést veitti hún leyfi fyrir að gen hennar yrðu rannsökuð og fundu vísindamenn við rannsóknina vísbendingar um skýringar ekki bara á langlífi Morera heldur einnig langlífi almennt.

Í þessu skyni voru tekin blóðsýni, munnvatnssýni, þvagsýni og saursýni úr Morera. Manel Esteller sem starfar við læknadeild Háskólans í Barcelona fór fyrir rannsókninni og segir að markmiðið hafi verið að læra af þessu tilfelli til að það geti gagnast öðru fólki.

Fjallað er um rannsóknina í tímariti Smithsonian-stofnunarinnar. Þar kemur fram að niðurstöðurnar hafi verið bornar saman við rannsóknir á genum annarra kvenna frá Íberíuskaga. Niðurstöðurnar af þessu öllu eru þær að það sem bendir til að skýri langlífi séu samsetning góðra gena og heilbrigðs lífstíls. Maria Branyas Morera reykti ekki, drakk ekki áfengi, hreyfði sig reglulegu og lifði mjög virku félagslífi.

Genin

Í genum hennar fundust einnig breytileikar sem tengdir hafa verið við langlífi og draga úr líkum á því að fá elliglöp, hjartasjúkdóma, sykursýki og aðra sjúkdóma.

Í ljós kom einnig að þarmaflóra Morera var eins og í yngri manneskju en töluvert magn af Bifidobacterium fannst en það er baktería sem hefur mjög góð áhrif á líkamann meðal annars á ónæmiskerfið og dregur úr bólgum. Magnið skýrist líklega af því að hún fékk sér yfirleitt jógúrt þrisvar sinnum á dag.

Aðrir vísindamenn sem komu ekki að rannsókninni segja hins vegar ekki hægt að heimfæra rannsókn á einni manneskju á heilu samfélögin. Verið gæti að Morera hafi einfaldlega verið heppin og nauðsynlegt sé að sýna fram á að aðrir í fjölskyldu hennar hafi verið jafn langlífir.

Einnig er bent á að tengsl gena og langlífis séu ekki einföld og skýr. Það sé erfitt að spá fyrir eingöngu út frá genum hversu lengi fólk muni lifa. Þær félagslegu og efnahagslegu aðstæður sem fólk búi við skipti einnig máli og það sé ekki víst að góð gen dugi til að vega upp á móti því séu þessar aðstæður nógu slæmar til að draga úr lífslíkum.

Manel Esteller er hins vegar bjartsýnn og segist vonast til að hægt verði að nota niðurstöðurnar úr rannsókninni á genum Maria Branyas Morera til að þróa lyf til að bæta heilsu eldra fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar reyndu að fá fréttamann BBC með sér í lið – „Þú þyrftir aldrei að vinna aftur“

Hakkarar reyndu að fá fréttamann BBC með sér í lið – „Þú þyrftir aldrei að vinna aftur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi myndband: Göngumaður féll til bana – Losaði öryggisreipið til að taka mynd

Hrollvekjandi myndband: Göngumaður féll til bana – Losaði öryggisreipið til að taka mynd
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína
Pressan
Fyrir 6 dögum

Björn í búð olli usla – Sló til níræðrar konu áður en annar viðskiptavinur lóðsaði hann út

Björn í búð olli usla – Sló til níræðrar konu áður en annar viðskiptavinur lóðsaði hann út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Töldu að Mike hefði drukknað og að krókódílar hefðu étið hann – Sannleikurinn var verri en nokkur gat ímyndað sér

Töldu að Mike hefði drukknað og að krókódílar hefðu étið hann – Sannleikurinn var verri en nokkur gat ímyndað sér