fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Svona tókst Glasner að sannfæra Guehi um að halda haus

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. október 2025 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Glasner hringdi strax í Marc Guehi eftir að fyrirhuguð skiptin til Liverpool gengu ekki upp á lokadegi félagaskiptagluggans og sannfærði hann um að halda fókus og einbeita sér að Crystal Palace.

Stjóri Palace gerði honum það ljóst að hann barðist fyrir því að halda varnarmanninum, ekki aðeins vegna hæfileika hans, heldur einnig fyrir röddina og forystuhlutverkið sem hann gegnir í vörninni.

Guehi er hershöfðingi Glasners inni á vellinum. Enski landsliðsmaðurinn stjórnar úr vörninni og 18 leikja taplausir kafli Palace má miklu leyti rekja til stöðugleikans sem hann veitir liðinu.

Samkvæmt enskum blöðum voru raunverulegar áhyggjur innan félagsins af því að Guehi gæti misst hausinn eftir að skiptin til Liverpool fóru í vaskinn, þrátt fyrir að allt hafi verið komið í gegn milli félaganna.

Arne Slot og Liverpool náðu hins vegar að landa Alexander Isak frá Newcastle fyrir metfé, 130 milljónir punda, eftir að Svíinn neitaði að mæta á æfingar.

Newcastle brást við með því að kaupa Yoane Wissa frá Brentford. sem hafði á sama tíma neitað að mæta á æfingar hjá sínu félagi.

Glasner brást þó strax við og tók stöðuna föstum tökum innan Crystal Palace eftir vonbrigðin. Hann útskýrði nákvæmlega hvers vegna Guehi væri svo mikilvægur fyrir liðið og minnti hann á stóra hlutverkið sem hann enn gegnir á Selhurst Park.

Guehi, sem er 25 ára, hefur nú lagt Liverpool-drauminn til hliðar og hefur hvorki látið vonbrigðin bitna á frammistöðu sinni á æfingum né í leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði