fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
433Sport

Forráðamenn Barcelona tjá sig um framtíð Rashford

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. október 2025 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirmenn hjá Barcelona hafa látið hafa eftir sér að þeir séu ánægðir með Marcus Rashford og opnir fyrir því að festa kaup á honum eftir lánssamning hans við félagið, þrátt fyrir að hann hafi nýlega verið settur út úr liðinu vegna agabrots.

Rashford, sem kom til Katalóníu á lánssamningi frá Manchester United í sumar, hefur byrjað vel á Spáni og skorað tvö mörk ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar.

Fyrstu mörk hans fyrir félagið komu í leik gegn Newcastle á St. James’ Park fyrir tveimur vikum, þar sem hann vakti strax mikla athygli meðal stuðningsmanna Barcelona.

Skömmu síðar var hinn 27 ára gamli sóknarmaður þó felldur úr leikmannahópnum gegn Getafe, eftir að hafa mætt of seint á liðsfund.

Atvikið vakti gagnrýni frá fyrrverandi leikmönnum eins og Alan Shearer, sem sagði hegðunina geta kostað Rashford sæti sitt hjá Barcelona.

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, Deco, hefur þó staðfest í samtali við Mundo Deportivo að félagið sé sátt við framlag Rashford.

„Við erum ánægð með hann. Hann kom til okkar á einföldum lánssamningi og ef við viljum halda honum, þá höfum við kauprétt,“ sagði Deco.

„Það er of snemmt að ræða framtíðina, en hann hefur staðið sig vel. Það er það mikilvægasta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þekktur leikvangur jafnaður við jörðu – Á að vera klár eftir fimm ár

Þekktur leikvangur jafnaður við jörðu – Á að vera klár eftir fimm ár
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arftaki Heimis búinn að skrifa undir í Kaplakrika

Arftaki Heimis búinn að skrifa undir í Kaplakrika
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Samúel opnar sig um brotthvarf Davíðs Smára

Samúel opnar sig um brotthvarf Davíðs Smára
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vandræði fyrir stuðningsmenn Chelsea og Liverpool

Vandræði fyrir stuðningsmenn Chelsea og Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hjartnæmt myndband Karólínu vekur athygli – Kom fjölskyldunni á óvart á Íslandi

Hjartnæmt myndband Karólínu vekur athygli – Kom fjölskyldunni á óvart á Íslandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spurður út í Trent eftir að hann framlengdi við Arsenal – „Ég hef ekki unnið neitt hér“

Spurður út í Trent eftir að hann framlengdi við Arsenal – „Ég hef ekki unnið neitt hér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Högg í maga Liverpool
433Sport
Í gær

Liverpool tapaði í Tyrklandi – Tottenham bjargaði stigi í Noregi

Liverpool tapaði í Tyrklandi – Tottenham bjargaði stigi í Noregi
433Sport
Í gær

Hafnfirðingar ausa úr skálum reiði sinnar eftir tilkynningu kvöldsins – „Hvað eruði að spá?“

Hafnfirðingar ausa úr skálum reiði sinnar eftir tilkynningu kvöldsins – „Hvað eruði að spá?“