Fram hefur staðfest að Gareth Owen aðstoðar- og markvarðaþjálfari, sé að yfirgefa félagið og leita annað.
Fótbolti.net sagði frá því í gær að Valur væri að ráða Gareth í starf yfirmanns knattspyrnumála og má því búast við að það verði tilkynnt innan skamms.
Tilkynning Fram
Knattspyrnudeild Fram tilkynnir að aðstoðar- og markvarðarþjálfari karla- og kvennaliðsins mun láta af störfum hjá félaginu og taka við nýjum verkefnum annars staðar.
Gareth kom til okkar með mikla reynslu og fagmennsku og hefur haft veruleg áhrif á þátt markvarða liðsins, bæði í þjálfun og leiðsögn. Hann hefur unnið ötullega að markmiðum félagsins.
Við þökkum Gareth kærlega fyrir gott starf hans hjá Fram. Hann hefur verið liðtækur og traustur samstarfsmaður og við munum sakna hans bæði faglega og persónulega.
Fram óskar Gareth alls velfarnaðar á hans vegferð áfram. Fram fjölskyldan sendir honum bestu kveðjur og bestu óskir til framtíðar.