Eins og við var að búast vann Real Madrid þægilegan sigur á Kairat Almaty í Meistaradeildinni í kvöld.
Leikið var í Kasakstan og lauk leiknum 0-5, þar sem Kylian Mbappe skoraði þrennu. Real Madrid er með fullt hús eftir tvo leiki í deildarkeppninni en Kairat er án stiga.
Atalanta vann á sama tíma mikilvægan 2-1 sigur á Club Brugge á heimavelli. Bæði lið eru með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.