fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Innbrot í snyrtistofu og hárgreiðslustofur – Lokaði gatnamótum með því að leggja bílnum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. september 2025 19:02

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var í dag um innbrot í snyrtistofu og ótilgreindan fjölda hárgreiðslustofa á höfuborgarsvæðinu í öllum tilfellum var einhverju stolið en öll innbrotin eru í rannsókn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en meðal annarra verkefna hennar var kona sem lokaði gatnamótum með því að leggja bíl sínum við þau en konan á sekt yfir höfði sér.

Öll þessi verkefni komu til kasta lögreglustöðvar 1 sem sér um löggæslu í vesturbæ, miðbæ og austurbæ Reykjavíkur auk Seltjarnarness.

Meðal annarra verkefna stöðvarinnar var að vísa óvelkomnum mönnum út af veitingastað í miðborginni. Vísa óvelkomnum mönnum út úr bílakjallara í miðborginni og loks var maður handtekinn grunaður um fíkniefnaakstur. Við rannsókn málsins fannst nokkurt magn af ætluðum fíkniefnum til sölu og dreifingar sem og reiðufé. Málið er í frekari rannsókn.

Hjá lögreglustöð 2 sem sér um Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes var kona handtekin grunuð um akstur undir áhrifum áfengis, fíkniefna sem og akstur svipt ökurétti. Hún var flutt á lögreglustöðina til sýnatöku og  látin laus að henni lokinni. Ekið var á mann á rafhlaupahjóli en minniháttar skemmdir urðu og enginn slasaðist. Loks var maður kærður fyrir að hafa þýfi í fórum sínum.

Lögreglustöð 3 sem sér um Kópavog og Breiðholt þurfti að eiga við ölvaðan mann sem fór húsavillt. Honum var ekið til síns heima. Tilkynnt var um þjófnað í matvöruverslun og svo loks um árekstur þar sem einhver bakkaði á bifreið og stakk í kjölfarið af. Málið er í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt