fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Helgi Hjörvar færir út kvíarnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. september 2025 16:20

Helgi Hjörvar. Mynd: Stefán Pálsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag er birt tilkynning um stofnun einkahlutafélagsins Bryggjuhúsið en framkvæmdastjórn þess annast Helgi Hjörvar fyrrverandi borgarfulltrúi og alþingismaður. Hann situr jafnframt í stjórn félagsins en móðir hans í varastjórn. Formlegur stofnandi félagsins er þó annað einkahlutafélag, A, en það er í eigu Helga og eiginkonu hans Þórhildar Elínar Elínardóttur. Bæði félögin annast rekstur fasteigna og lánastarfsemi.

Helgi var borgarfulltrúi R-listans í Reykjavík frá 1998-2003 en hluta þess tíma var hann forseti borgarstjórnar. Hann hætti í borgarstjórn þegar hann var kjörinn á þing fyrir Samfylkinguna 2003. Helgi sat á þingi þar til hann missti þingsætið í alþingiskosningunum 2016 en fyrr það sama ár tapaði hann í formannskjöri í Samfylkingunni. Hætti hann í kjölfarið afskiptum af stjórnmálum og virðist síðan þá helst hafa haft þennan rekstur sinn fyrir stafni en A ehf. var stofnað 2017.

Rekstur A ehf. virðist ekki vera mjög umfangsmikill. Nýjasti ársreikningurinn sem félagið hefur skilað er fyrir árið 2023. Þar er virði fasteigna félagsins skráð 58,2 milljónir króna og rekstrartekjur þess voru 5 milljónir króna en félagið var rekið með 1,5 milljóna króna tapi. Auk fasteigna átti félagið árið 2023 16 milljóna króna hlut í öðrum félögum en skuldir þess voru svipað háar og virði eignanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“
Fréttir
Í gær

Auður veltir fyrir sér umdeildri frétt Stefáns Einars og á hvaða forsendum hún var skrifuð

Auður veltir fyrir sér umdeildri frétt Stefáns Einars og á hvaða forsendum hún var skrifuð
Fréttir
Í gær

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“
Fréttir
Í gær

Lausn sögð fundin á 34 ára gamalli morðgátu

Lausn sögð fundin á 34 ára gamalli morðgátu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magga Frikka þróar umhverfisvænar umbúðir og hlýtur alþjóðleg verðlaun

Magga Frikka þróar umhverfisvænar umbúðir og hlýtur alþjóðleg verðlaun