Leikmenn Liverpool hafa líklega allir vaknað þegar flugeldasýning var fyrir utan hótel liðsins í Istanbúl í Tyrklandi.
Tyrkirnir ákváðu að hrekkja leikmenn Liverpool í nótt fyrir leikinn gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Þetta er þekkt stærð fyrir stóra leiki í hinum ýmsu löndum að vera með svona læti fyrir utan hótel andstæðinganna.
Galatasaray fékk ljótan skell gegn Frankfurt í fyrstu umferð á meðan Liverpool vann góðan sigur á Atletico Madrid.
Lætin frá Istanbúl í nótt eru hér að neðan.
Galatasaray fans outside Liverpool’s hotel last night pic.twitter.com/dOgcbkxPQq
— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) September 30, 2025