Davíð Smári Lamude er hættur sem þjálfari bikarmeistara Vestra samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Davíð gerði Vestra að bikarmeisturum fyrr í sumar en hallað hefur undan fæti í deildinni.
Nú er Davíð hættur en liðið tapaði 0-5 á heimavelli gegn ÍBV í Bestu deildinni í gær.
Liðið er að berjast fyrir sæti sínu í deildinni en samningur Davíðs átti að renna út eftir tímabilið.
Þrír leikir eru eftir í Bestu deildinni en Vestri er ekki í fallsæti eins og staðan er núna.