Isavia hefur sent frá sér tilkynningu í ljósi gjaldþrots flugfélagsins Play. Þar kemur fram að í dag var 12 ferðum Play aflýst á Keflavíkurflugvelli, 6 brottförum og 6 komum, en þetta hefur áhrif á um 1.750 farþega.
Tilkynning Isavia:
„Flugfélagið Play tilkynnti í morgun að það hefði hætt starfsemi. Strax í kjölfarið var viðbragðsáætlun Keflavíkurflugvallar vegna rekstrarstöðvunar flugfélags virkjuð og er unnið eftir henni. Alls var 12 ferðum Play aflýst á KEF í dag, 6 brottförum og 6 komum, sem hafi áhrif á um 1.750 farþega. Starfsfólk á KEF hefur í dag aðstoðað farþega Play á vellinum og upplýst þá um stöðu mála og réttarstöðu þeirra í samræmi við upplýsingar á vef Samgöngustofu.
Útistandandi viðskiptaskuldir Play gagnvart Keflavíkurflugvelli eru eingöngu sem nemur ágúst- og septembermánuðum og mun Isavia leita þeirra lagaúræða sem til staðar eru til innheimtu þeirra. “