fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Lést fyrir helgi og upplýsa um dánarorsök

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. september 2025 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matt Beard fyrrum þjálfari kvennaliðs Liverpool lést fyrir helgi en enskir miðlar segja nú frá því að hann hafi hengt sig á eigin heimili.

Beard fannst á heimili sínu þegar hann hafði hengt sig en hann var úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahúsi.

Beard var 47 ára gamall en hann var síðast þjálfari kvennaliðs Burnley en lét af störfum þar í sumar. Frekari rannsókn mun fara fram á andláti hans.

Beard var í tvígang þjálfari Liverpool á ferlinum en hann var í sautján ár í kvennaboltanum. Hann gerði Liverpool að meisturum árið 2013 og 2014.

Mínútu þögn var víða í enska boltanum um helgina til minningar um Beard.

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gekk í skrokk á systur sinni á heimili háaldraðra foreldra þeirra – Sleppur með skilorðsbundinn dóm og nálgunarbann

Gekk í skrokk á systur sinni á heimili háaldraðra foreldra þeirra – Sleppur með skilorðsbundinn dóm og nálgunarbann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ferill Ronaldo hefði getað farið á allt annan veg – „Ég var gjörsamlega miður mín“

Ferill Ronaldo hefði getað farið á allt annan veg – „Ég var gjörsamlega miður mín“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum