fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
Fréttir

Setti brunakerfi á gistiheimili í gang svo vatn flæddi út um allt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 28. september 2025 07:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögrega fékk tilkynningu um mann í annarlegu ástandi í gistiheimili í miðborginni. Hafði hann sett brunakerfi  staðarins í gang svo vatn flæddi um allt og varð töluvert eignatjón af þessu. Var maðurinn handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins. 

Frá þessu segir í dagbók lögreglu.

Þar segir einnig frá því að töluvert magn fíkniefna fannst í bíl hjá ökumanni sem stöðvaður var í umdæmi lögreglustöðvar 3 (Kópavogur og Breiðholt). Hafði lögregla afskipti af manninum vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Reyndist það sannarlega vera. Grunsemdir vöknuðu þá um að hann væri með fíkniefni í bílnum og fannst við leit töluvert magn ætlaðra fíkniefna og gögn þess efnis að hér væri um sölu og dreifingu að ræða. Við frekari leit á heimili mannsins fundust fjármunir og meira af ætluðum fíkniefnum. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Rottukeisari“ New York borgar hoppar frá borði

„Rottukeisari“ New York borgar hoppar frá borði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð til vegna nágrannaerja

Lögregla kölluð til vegna nágrannaerja
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ófögnuðurinn mætti íbúa fjölbýlishúss í Hafnarfirði – Ferðaklósett losað í niðurfall

Ófögnuðurinn mætti íbúa fjölbýlishúss í Hafnarfirði – Ferðaklósett losað í niðurfall
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sema blandar sér inn í mál Snorra og Þorsteins – Birtir gamalt skjáskot af þingmanninum

Sema blandar sér inn í mál Snorra og Þorsteins – Birtir gamalt skjáskot af þingmanninum