fbpx
Föstudagur 26.september 2025
433Sport

Spyr hvers vegna þetta gerist á Íslandi enn eitt árið – „Það þarf einhver félagsfræðingurinn að skoða það“

433
Föstudaginn 26. september 2025 18:30

Frá Laugardalsvelli, þar sem leikurinn á morgun fer fram. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson gerðu upp vikuna og horfðu í framhaldið í Íþróttavikunni á 433.is.

Keflavík og HK eigast við í úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla í dag. Liðin höfnuðu í fjórða og fimmta sæti Lengjudeildarinnar og fóru þannig inn í umspilið.

„Það þarf einhver félagsfræðingurinn að skoða það af hverju það gerist þriðja árið í röð að hvorki liðið í öðru né þriðja sæti fari upp,“ sagði Hörður í þættinum.

Njarðvík hafnaði í öðru sæti og Þróttur í því þriðja. Töpuðu þau í umspilinu.

„Njarðvík endar í öðru sæti og voru búnir að vera besta lið deildarinnar í 18 umferðum, svo gefa þeir aðeins eftir,“ sagði Hörður.

Keflavík fór í þennan leik í fyrra einnig en tapaði þá fyrir Aftureldingu.

„Eina forskotið sem maður sér er kannski að Keflavík hafi verið þarna í fyrra. Maggi (Magnús Már þjálfari Aftureldingar sem fór upp í fyrra) talaði um það í fyrra að honum hafi fundist skipta ótrúlegu máli að vera þarna árið áður.“

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einn sá besti leggur skóna á hilluna í lok árs

Einn sá besti leggur skóna á hilluna í lok árs
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Aðeins 17 ára en fær 360 prósenta launahækkun hjá Liverpool

Aðeins 17 ára en fær 360 prósenta launahækkun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Stór umferð framundan í þeirri Bestu – Sævar Atli á línunni frá Lille

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Stór umferð framundan í þeirri Bestu – Sævar Atli á línunni frá Lille
433Sport
Í gær

United kaupir gríðarlegt efni frá Kólumbíu

United kaupir gríðarlegt efni frá Kólumbíu
433Sport
Í gær

Synir fyrrum enska landsliðsmannsins spiluðu báðir sinn fyrsta leik fyrir City

Synir fyrrum enska landsliðsmannsins spiluðu báðir sinn fyrsta leik fyrir City