Hugo Ekitike framherji Liverpool mun fá að finna hressilega fyrir því í veskinu að láta reka sig af velli í sigri á Southampton í vikunni.
Franski framherjinn skoraði sigurmark liðsins í leiknum en fékk í kjölfarið rauða spjaldið.
Ekitike var á gulu spjaldi þegar hann skoraði og ákvað að rífa sig úr treyjunni, hann var í kjölfarið rekinn af velli.
Daily Mail segir að Liverpool muni sekta Ekitike og að sektin verði líklgea tveggja vikna laun. Þannig gæti sektin verið allt að 500 þúsund pund.
Ekitike kom til Liverpool í sumar en hann gæti nú fengið sekt sem nemur rúmum 80 milljónum króna.