Evrópudeildin hófst í kvöld, en níu leikir voru á dagskrá.
Elías Rafn Ólafsson hélt hreinu í fyrsta leik kvöldsins, er Midtjylland vann sterkan 2-0 heimasigur á Sturm Graz.
Nottingham Forest sótti þá stig til Spánar, en leik liðsins við Real Betis lauk 2-2. Igor Jesus gerði bæði mörk enska liðsins en þess má geta að Antony, fyrrum leikmaður Manchester United, jafnaði leikinn fyrir Betis.
Daníel Tristan Guðjohnsen lék allan leikinn með Malmö í 1-2 tapi gegn Ludogorets, Roma vann 1-2 sigur á Nice og Celtic gerði 1-1 jafntefli við Rauðu Stjörnuna í Serbíu.
Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins:
Midtjylland 2-0 Sturm Graz
PAOK 0-0 Maccabi Tel Aviv
Real Betis 2-2 Nottingham Forest
Braga 1-0 Feyenoord
Rauða Stjarnan 1-1 Celtic
Dinamo Zagreb 3-1 Fenerbahce
Freiburg 2-1 Basel
Malmö 1-2 Ludogorets
Nice 1-2 Roma