Leiktíma ÍA og KR í Bestu deild karla hefur verið breytt. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.
Liðin mætast í afar mikilvægum fallbaráttuslag í neðri hluta Bestu deildar karla og er leikið uppi á Skaga.
Átti leikurinn að fara fram á sunnudag en hefur verið færður fram um sólarhring.
ÍA er með 25 stig í tíunda sæti en KR er sæti neðar með stigi minna.
ÍA – KR
Var: Sunnudaginn 28. september kl. 14.00 á ELKEM vellinum
Verður: Laugardaginn 27. september kl. 14.00 á ELKEM vellinum