fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Uppgangur á snyrtistofumarkaðnum í Reykjavík á sér myrkar hliðar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. september 2025 17:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snyrtistofum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu ár og sumar þeirra starfa ekki samkvæmt lögum og reglum. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV.

Fréttaskýringarþátturinn Kveikur fylgdi lögreglu og heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í eftirlitsferðir á snyrtistofur í vor. Í hádegisfréttum RÚV var spilað hljóðbrot þar sem lögreglumaður í eftirliti á stofu í miðborg Reykjavíkur ræddi við eiganda stofunnar. Þar kom á daginn að þessi tiltekna stofa var ekki með starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitsins. Þar var ekki heldur starfandi snyrtifræðingur. Hollustuhættir voru einnig ófullnægjandi þannig að stofunni var lokað á staðnum.

Uppgangur á snyrtistofumarkaðnum á sér myrkar hliðar. Víetnamskt starfsfólk á sumum þeirra lýsir því að hafa greitt mjög háar fjárhæðir fyrir að fá að koma til Íslands til að vinna. Fólk lýsir svikum og jafnvel misneytingu á stofunum.

DV greindi frá því í vor að dæmi væri um að starfsfólk á snyrtistofum greiddi vinnuveitendum 300 þúsund krónur á mánuði í einskonar skatt.

Fjallað verður um málið í fréttaskýringaþættinum Kveikur á RÚV í kvöld kl. 20:15.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan lýsir eftir Karli

Lögreglan lýsir eftir Karli
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bíræfinn bílþjófur stökk yfir hengibrú til að komast undan lögreglu – Sjáðu myndbandið

Bíræfinn bílþjófur stökk yfir hengibrú til að komast undan lögreglu – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Pólverjar að bætast í sniðgönguhópinn – „Að mínu mati ættum við ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael fær að taka þátt“

Pólverjar að bætast í sniðgönguhópinn – „Að mínu mati ættum við ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael fær að taka þátt“
Fréttir
Í gær

Fundu sex kíló af kókaíni – Þrír í gæsluvarðhaldi

Fundu sex kíló af kókaíni – Þrír í gæsluvarðhaldi