fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Íslendingar græða minnst á að mennta sig – Launin hækka um þetta mikið við háskólagráðuna

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. september 2025 16:30

Borgar það sig að fara í háskóla á Íslandi?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar græða minnst allra Evrópumanna á að ganga í háskóla, peningalega séð. Launamunur háskólagenginna og annarra er aðeins 6 prósent á Íslandi en munurinn er langt um meiri í flestum öðrum Evrópulöndum.

Miðillinn The Daily Times greinir frá þessu og eru tölurnar byggðar á skýrslu Evrópuráðsins frá þessu ári.

Borinn var saman launamunur fólks í 36 Evrópulöndum út frá menntunarstigi. Að meðaltali eru háskólamenntaðir með 38 prósent hærri laun en þeir sem eru aðeins með framhaldsskólamenntun og 68 prósent hærri en þeir sem eru með grunnskólapróf. Að meðaltali hækkar hvert ár í skóla laun um 7 prósent.

Minnsti munurinn er á Íslandi, það er aðeins 6 prósent á milli háskólamenntaðra og framhaldsskólamenntaðra. Almennt er munurinn minnstur á Norðurlöndum. Í Noregi er hann 9 prósent og í Danmörku 19 prósent.

Mestur er munurinn hins vegar í suður og austurhluta álfunnar. Til að mynda hækkar háskólagráða laun í Tyrklandi um 62 prósent, 57 prósent í Litháen og 54 prósent í Albaníu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan lýsir eftir Karli

Lögreglan lýsir eftir Karli
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bíræfinn bílþjófur stökk yfir hengibrú til að komast undan lögreglu – Sjáðu myndbandið

Bíræfinn bílþjófur stökk yfir hengibrú til að komast undan lögreglu – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Pólverjar að bætast í sniðgönguhópinn – „Að mínu mati ættum við ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael fær að taka þátt“

Pólverjar að bætast í sniðgönguhópinn – „Að mínu mati ættum við ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael fær að taka þátt“
Fréttir
Í gær

Fundu sex kíló af kókaíni – Þrír í gæsluvarðhaldi

Fundu sex kíló af kókaíni – Þrír í gæsluvarðhaldi