Chelsea er að fylgjast grant með gangi mála hjá Morgan Rogers sem hefur lengi átt í viðræðum við Aston Villa um nýjan samning.
Chelsea, Arsenal og Tottenham vildu öll fá Rogers í sumar en Villa setti verðmiða sem enginn vildi borga.
Rogers er 23 ára gamall en hann var magnaður á síðustu leiktíð og vann sér inn sæti í enska landsliðinu.
Rogers gerði nýjan samning við Villa í nóvember í fyrra, sagt er að Villa sé tilbúið að setja klásúlu í nýjan samning.
Enski miðjumaðurinn gæti orðið eftirsóttur næsta sumar en Chelsea ætlar að halda áfram að fylgjast með gangi mála.