fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. september 2025 19:05

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Andrews er tekinn við sem þjálfari kvennaliðs KR. Þetta staðfesti félagið í kvöld. Skrifar hann undir þriggja ára samning.

Andrews hefur lengi starfað hér á landi en í sumar var hann látinn fara frá Víkingi eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Andrews hafði náð stórgóðum árangri í Víkinni, vann hann bikarinn með liðinu er það var í Lengjudeildinni 2023 og kom því upp í efstu deild sama ár.

KR hafnaði um miðja Lengjudeild sem nýliði í sumar. Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson voru látnir fara um mitt sumar.

Tilkynning KR
John Andrews hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna næstu 3 árin. John er UEFA Pro þjálfari með víðtæka reynslu allt frá árinu 2006 bæði erlendis og á Íslandi.

Hann hefur m.a. þjálfað hjá Aftureldingu, KSÍ, Knattspyrnusambandi Írlands, Liverpool FC International Academy, Völsungi og Víkingi.

John mun ásamt þjálfun meistaraflokks hafa umsjón með starfi yngri flokka kvenna.

KR býður John velkominn til starfa og væntir mikils af samstarfinu á komandi misserum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lage rekinn í nótt og Mourinho er líklega að taka við

Lage rekinn í nótt og Mourinho er líklega að taka við
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gerði Chelsea stór mistök í sumar? – Seldu Madueke og eyddu 120 milljónum punda til að fylla skarðið

Gerði Chelsea stór mistök í sumar? – Seldu Madueke og eyddu 120 milljónum punda til að fylla skarðið