fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Guðrún sækir í uppskriftabók Davíðs – en hún er enginn Davíð

Eyjan
Miðvikudaginn 17. september 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um 538 eða 1,9 prósent í fyrra og voru stöðugildin um síðustu áramót 29.054. Eins og gefur að skilja eru þau flest staðsett á höfuðborgarsvæðinu og 65 prósent þeirra tilheyra konum. Heilbrigðisráðuneytið er með flest stöðugildin, rúmlega 13 þúsund, og þar af eru fimm þúsund á Landspítalanum. Stöðugildum fjölgaði mest í Reykjavík þar sem þeim fjölgaði um 402.

Það er Byggðastofnun sem birtir þessar tölur en stofnunin hefur tekið saman tölur um fjölda stöðugilda á vegum ríkisins frá árinu 2014. Skemmst er frá því að segja að stöðugildum hefur fjölgað á hverju ári, oft mun meira en í fyrra. Í tíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar fjölgaði stöðugildum á vegum ríkisins um 5.315, eða 22,5 prósent.

Orðið á götunni er að í þessu ljósi sé athyglisvert að Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, reyni að gera lítið úr stefnu núverandi ríkisstjórnar sem miðar við að koma böndum á þessa stjórnlausu útþenslu ríkisins og sporna við ruglinu sem viðgengist hefur í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.

Orðið á götunni er að það sé býsna bíræfið hjá stjórnmálamanni sem sat sem ráðherra í síðustu ríkisstjórn að þykjast vanda um fyrir ríkisstjórninni sem fær það hlutverk að moka flórinn eftir óráðsíu þeirrar ríkisstjórnar sem tróndi yfir hömlulausum vexti ríkisútgjalda og stjórnlausri útþenslu ríkisins. Trúverðugleiki Guðrúnar er ekki mikill.

Orðið á götunni er að þrátt fyrir að Guðrún virðist nú loks vera að ná tökum á Sjálfstæðisflokknum og þingflokki hans (þar sem hún er þó enn sögð í raun vera í minnihluta) takist henni ekki vel upp sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Guðrún virðist tileinka sér aðferðafræði forvera síns á formannsstóli, Davíðs Oddssonar, þegar hann var borgarstjóri í Reykjavík fyrir margt löngu. Hann greindi eitt sinn frá því að meirihlutinn hefði þá alltaf verið á móti öllu sem kom frá minnihlutanum og fellt það hversu vont eða gott málið var. Væri málið gott kom svo meirihlutinn með það nokkru síðar, kannski í aðeins öðrum búningi, og lét samþykkja það sem sitt mál.

Guðrún hefur vandlega passað upp á að vera á móti nákvæmlega öllu sem frá ríkisstjórninni kemur og finna ríkisstjórninni og öllum hennar málum allt til foráttu. Gildir það líka, hvernig sem á því stendur, um mál sem síðasta ríkisstjórn kom ekki í gegn en ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur endurflytur vegna þess að þetta eru góð mál, hver sem kom upphaflega fram með þau.

Orðið á götunni er að Guðrún Hafsteinsdóttir átti sig ekki á þeim reginmun sem er á því að vera í meirihluta í borgarstjórn og geta ráðið málum eftir sínu höfði og því að vera laskaður í stjórnarandstöðu á Alþingi. Í meirihluta í borginni gat Davíð Oddsson fellt góð mál og svo gert þau að sínum og látið samþykkja þau. En Guðrún er enginn Davíð og verður aldrei. Sem formaður laskaðs stjórnarandstöðuflokks ræður hún engu um framgang mála. Þau mál sem ríkisstjórnin telur mikilvæg og vill ná fram fara í gegn, jafnvel þótt stjórnarandstaða geti tafið þau eitthvað. Stjórnarandstöðuforingi sem er á móti öllum málum ríkisstjórnar óháð efni þeirra afhjúpar sig aftur á móti sem fúll á móti og talar ekki út fyrir níðþröngan hóp innvígðra og innmúraðra.

Orðið á götunni er að með þeirri misráðnu aðferðafræði að vera á móti öllu frá ríkisstjórninni máli Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkinn enn frekar út í horn en nú þegar er orðið og kasti frá sér tækifærinu til að sýna fram á að hennar formennska marki raunverulegar breytingar í flokknum og gefi honum færi á viðspyrnu. Enda hefur fylgi flokksins ekkert aukist eftir að hún tók við formennsku, frekar að enn molni úr því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp