Trent Alexander-Arnold bakvörður Real Madrid fór meiddur af velli í 2-1 sigri liðsins á Marseille í Meistaradeild Evrópu í gær.
Trent fór meiddur af velli í upphafi leiks en um er að ræða meiðsli aftan í læri.
Real Madrid segir í yfirlýsingu að beðið sé eftir því að greina meiðslin betur til að meta hversu lengi Trent verður frá.
Trent kom til Real Madrid frá Liverpool í sumar en hann hefur ekki farið neitt sérstaklega vel af stað á Spáni.
Ljóst er að Trent verður frá í einhverjar vikur en Real Madrid vann 2-1 í gær þar sem Kylian Mbappe skoraði bæði mörkin af vítapunktinum.