Fótboltabullur tókust á í miðborg Madrídar, höfuðborgar Spánar, fyrir leik Real Madrid og Marseille í gær.
Spænska lögreglan var vel undirbúin fyrir komu stuðningsmanna Marseille og tókst óeirðalögregla á við skrílinn. Í heildina voru um 2 þúsund lögreglumenn á staðnum.
Í myndbandinu sem sjá má hér að neðan má sjá hópsslagsmálin og átök bullanna við lögreglu, sem var vopnuð kylfum.
Leiknum sjálfum lauk með 2-1 sigri Real Madrid. Gerði Kylian Mbappe bæði mörk liðsins af vítapunktinum.
Marseille fans ahead of their game against Real Madrid, a reminder of what Newcastle United fans will be dealing with in November #NUFC
— Adam Pearson (YT) ⚫️⚪️ (@AdamP1242) September 16, 2025