Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, lét þingheim bíða eftir sér í pontu í gær. Umræða um fjárlagafrumvarpið 2026 var í gangi.
Hildur Sverrisdóttir varaforseti Alþingis birti myndband af biðinni á Facebook-síðu sinni og segir hún við myndbandið: „Takk innilega Bergþór Ólason fyrir lengstu mínútur lífs míns “
Biðin eftir Bergþóri og myndbandið er 3,37 mínútur að lengd. Hildur hefur til að stytta öllum áhorfið bætt skemmtilegum myndbrotum inn í myndbandið sem hún birtir á Facebook-síðu sinni.
„Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi,“ segir Hildur í athugasemd við myndbandið.
Bergþór mætti eftir að lokum og baðst afsökunar á biðinni.