Mykhailo Mudryk leikkmaður Chelsea hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum eftir að hafa verið staðinn að því að senda daðurleg skilaboð til bandarísku leikkonunnar Jordyn Jones á Instagram.
Úkraínski kantmaðurinn, sem er 24 ára, hefur verið í leikbanni eftir að hafa brotið gegn lyfjareglum og er nú undir rannsókn vegna efnis sem er á bannlista WADA. Mudryk segir niðurstöðuna hafa komið honum algjörlega í opna skjöldu og fullyrðir að hann hafi „aldrei meðvitað“ tekið inn ólöglegt efni.
Mudryk hefur ekki spilað leik fyrir Chelsea eða Úkraínu síðan í nóvember 2024, en hefur greinilega ekki látið sér leiðast í millitíðinni.
Aðdáendur tóku eftir því að hann hefur verið að skrifa athugasemdir við myndir Jordyn á Instagram. Í einni athugasemd kallaði hann hana „the cutest“ og í annarri birti hann rósa-emoji. Þá skrifaði hann líka „Save your tears for another day“ við færslu þar sem hún ræddi um farða sem hafði runnið.
Mudryk virðist jafnframt hafa spurt fylgjendur sína hvort hann ætti að „reyna við hana“, og ýjað er að því að hann hafi náð árangri. Hann birti nefnilega færslu þar sem hann bauð Jordyn til Disneyland í París. Skömmu síðar birti Jordyn færslu þar sem hún sagði frá því að hún væri á leið til Frakklands.
Jordyn Jones, sem er 25 ára, er þekkt fyrir hlutverk sitt í barnasjónvarpsþáttunum Shake It Up og nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, með yfir 9,2 milljón fylgjendur á Instagram.
Mudryk gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára bann ef niðurstaðan í málinu stendur. Hann gekk til liðs við Chelsea frá Shakhtar Donetsk í janúar 2023, þrátt fyrir mikinn áhuga frá Arsenal.