Arsenal vann sinn fyrsta leik í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í fyrstu umferð, liðið heimsótti Athletic Bilbao á Spáni í kvöld.
Lið Arsenal var meira með boltann í leiknum en tókst ekki að brjóta spænska liðið niður.
Það var ekki fyrr en Mikel Arteta fór að gera skiptingar að Arsenal komst áleiðis. Gabriel Martinelli sem kom inn af bekknum kom liðinu í 0-1.
Það var svo Leandro Trossard sem tryggði Arsenal 0-2 sigur, góð úrslit á útivelli.
Belgíska félagið Union Saint-Gilloise gerði góða ferð til Hollands á sama tíma og vann 1-3 sigur.