fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Færir sig um set í Ástralíu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. september 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum leikmaður Manchester United, Juan Mata, hefur framlengt knattspyrnuferil sinn með því að ganga til liðs við Melbourne Victory í Áströlsku A-deildinni.

Spænski heimsmeistarinn, sem er 37 ára gamall, vill enn spila á eins háu stigi og hann getur, þrátt fyrir erfiðan tíma á síðasta tímabili.

Mata spilaði síðast með Western Sydney Wanderers í Ástralíu, en þrátt fyrir að vera eitt stærsta nafnið í deildinni sat hann mestmegnis á bekknum á tímabilinu og átti erfitt uppdráttar.

Hann lék með Chelsea áður en hann færði sig yfir til Manchester United árið 2014. Þar dvaldi hann í átta ár og lék tæplega 200 leiki og var einn af fáum sem hélt stöðu sinni í gegnum óstöðugt tímabil hjá félaginu.

Eftir dvölina á Old Trafford átti hann stutt stopp hjá Galatasaray í Tyrklandi og japanska liðinu Vissel Kobe áður en hann flutti til Ástralíu.

Tíminn hjá Western Sydney reyndist þó ekki árangursríkur og Mata skoraði aðeins eitt mark í 23 leikjum fyrir félagið. Nú fær hann nýtt tækifæri hjá Melbourne Victory.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku