fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. september 2025 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Ásmundsson leggur skóna á hilluna en þessi þrítugi miðjumaður tók þessa ákvörðun eftir tímabilið í Lengjudeildinni.

„Okkar ástkæri Emil hefur ákveðið að láta af störfum á afreksstigi knattspyrnunnar og segir því þetta gott. Emil leggur skóna á hilluna aðeins 30 ára gamall,“ segir á vef Fylkis.

Emil spilaði upp alla yngri flokka Fylkis og lék samtals 189 leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Hann skoraði 26 mörk fyrir félagið, þar á meðal þrjú mörk í 11 leikjum í Lengjudeildinni í sumar.

Hann spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki aðeins 17 ára gamall og gekk að sumri 2012 til liðs við Brighton á Englandi þar sem hann lék í þrjú ár áður en hann sneri aftur heim í Fylki.

Emil lék með KR sumarið 2021 en fór aftur heim til Fylkis en meiðsli hafa hrjáð hann og gert honum erfitt fyrir.

Emil á að baki 25 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði þar þrjú mörk. Þar á meðal lék hann á lokamóti EM U19 árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Starf Amorim ekki í hættu

Starf Amorim ekki í hættu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Í gær

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk