fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. september 2025 18:58

Mynd: ÍA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skagamenn eru komnir úr botnsæti Bestu deildar karla eftir 3-1 sigur á Aftureldingu á heimavelli í kvöld, liðið fer með sigrinum af botni deildarinnar.

Ómar Björn Stefánsson skoraði í tvígang í leiknum og Viktor Jónsson gerði eitt mark fyrir heimamenn.

Aketchi Kassi minnkaði í 2-1 fyrir Aftureldingu þegar lítið var eftir en Ómar Björn skoraði þriðja mark Skagamanna mínútu síðar.

Skagamenn fara upp í ellefta sætið og eru með 22 stig, stigi meira en Afturelding. Skagamenn eru tveimur stigum á eftir KR.

Deildin er nú á leið í skiptingu þar sem Skaginn og Afturelding berjast fyrir lífi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna