fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Eyjan
Mánudaginn 15. september 2025 16:00

Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkafyrirtæki á eldsneytismarkaði eru í samkeppni við opinbera aðila um uppbyggingu innviða fyrir rafvæðingu bílaflotans. Uppbyggingin kallar á gríðarlegar fjárfestingar sem opinberir aðilar nota skattfé í en fyrirtækin byggja fjárfestinguna á sinni afkomu. Þessi markaður sogar til sín fjármagn á þessu stigi en væntingarnar eru að til lengri tíma skili fjárfestingin arði. Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markadurinn - Magnus Haflidason - 5
play-sharp-fill

Markadurinn - Magnus Haflidason - 5

Næsta skref í uppbyggingu samgönguinnviða á Íslandi er uppbygging hleðsluinnviða. Fram undan er gríðarleg fjárfesting á því sviði. „Þetta er ekki á neinn mælikvarða góður bisness í dag. Þarna eru félög, og ekki bara við, fleiri félög á þessum markaði og auðvitað opinberir aðilar að byggja upp þessa innviði fyrir almenning í landinu. Svolítið upp á þeirri trú að úr þessu verði svona bærilegt bisnessmódel í framtíðinni. En það er svo rosalega margt óljóst þarna. Og þarna erum við auðvitað sem einkafyrirtæki, skráð fyrirtæki, bara í beinni samkeppni við bæði ríki og sveitarfélög á alla kanta,“ segir Magnús.

Hann segir þetta net verða byggt upp annaðhvort í gegnum afkomu þessara félaga, með fjárfestingu – þolinmóðri langtímafjárfestingu, eða í gegnum opinbera aðila og þá þurfi auðvitað ekki að spyrja hvaðan fjármagnið í þetta komi, það verði þá skattgreiðendur sem borgi brúsann. „Samfélagið þarf að skilja það að þetta krefst alveg gríðarlegrar fjárfestingar. Það hefur kostað á sínum tíma gríðarlega peninga að setja upp þá eldsneytisinnviði sem við höfum í dag. Og rafmagnsinnviðirnir verða ekkert ólíkir og þá er ótalið auðvitað dreifinetið og annað sem að mun þurfa, það mun þurfa mikla framkvæmdir.“

Magnús segir útilokað að umbreyta öllum bílaflotanum í rafmagn á stuttum tíma vegna þess að innviðirnir séu ekki klárir og það taki tíma að byggja þá upp. „Það verður einhver náttúruleg þróun í þessu. Þarna verður auðvitað löggjafinn líka að vera með, vita alveg hvað hann vill gera en hann vissi það ekki rétt fyrir síðustu áramót, allt var hangandi í lausu lofti hérna og þá stöðvaðist bara rafbílasala í marga mánuði. Þannig að ef við erum með svona ákveðinn fyrirsjáanleika í því, bæði í hvað varðar þessar ívilnanir og skattana og þetta allt saman. Og svo uppbyggingu á innviðunum, þá held ég að hið hefðbundna heimili muni eiga frekar auðvelt með að færa sig.“

Magnús segir áhugaverða hluti vera að gerast í fyrirtækjageiranum. „Þar erum við að sjá stór útboð í hleðslugörðum sem eru að fara af stað og við vitum að stórir aðilar í ferðaiðnaðinum eru að breyta og ég átti bara gott samtal um daginn við forsvarsmann eins þeirra félaga og hann sagði bara, við erum búin að kaupa okkar síðasta dísilbíl. Og það er enginn smáræðis floti, þannig að þar er breytingin að verða, held ég, að mörgu leyti hraðari en margan grunar.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Hide picture