fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. september 2025 18:00

Systurnar þrjár, Rita, Regína og Bernadette

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjuleg atburðarás átti sér stað í Austurríki þegar þrjár nunnur á níræðisaldri lögðu á þaulskipulagðan flótta á hjúkrunarheimili þar sem þær dvöldust. Ekki reyndist mikið mál að finna nunnurnar því þær snéru aftur í gamla klaustrið sitt, þaðan sem þær neita nú að fara.

BBC fjallaði um hinar bíræfnu nunnur sem heita systir Bernadette, 88 ára, systir Regina 86 ára og systir Rita, 82 ára. Þær voru síðustu nunnurnar í Goldenstein-klaustrinu sem staðsett er rétt fyrir utan Salzburg.

Klaustrinu var lokað í desember 2023 og voru nunnurnar þrjár fluttar nauðugar viljugar á hjúkrunarheimili þar sem þær áttu að fá umönnun enda heilsu allra farið að hraka.  Þar leið þeim hins vegar ekki vel.

„Ég er svo ánægð að vera komin heim,“ er haft eftir systir Ritu. „Á hjúkrunarheimilinu var ég alltaf heimþrá. Hér er ég hamingjusöm og þakklát.“

Segja nunnurnar að brotið hafi verið á rétti þeirra því þær hafi haft ævilangan búsetturétt í klaustrinu og þær ekki spurðar hvort að þær vildu flytjast á hjúkrunarheimilið.

Í byrjun september ákváðu nunnurnar svo að taka málin í sínar hendur. Þær skipulögðu flótta sinn frá hjúkrunarheimilinu og fengu lásasmið til þess að opna yfirgefna klaustrið fyrir sig. Svo fluttu þær aftur inn og neita nú að yfirgefa klaustrið.

Yfirvöld eru sögð allta annað en ánægð með málið en fyrrum nemendur hafa veitt nunnunm þremur stuðning. Þannig hafa velviljaðir nemendur tengt vatn og rafmagn í húsnæðinu svo að það sé búsetuhæft og fært nunnunum mat og vistir.

Nunnurnar þrjár segiast staðráðnar í að dvelja í klaustrinu til hinsta dags. „Áður en ég dey inni á  hjúkrunarheimili myndi ég heldur vilja fara út á engi og ganga inn í eilífðina þar,“ sagði systir Bernadette.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Í gær

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”