fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. september 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, segir morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk hafa verið hörmulegan atburð og hann er ósáttur við orðræðu margra hér á landi í kjölfar ódæðisins. Hermann segir í pistli á Facebook-síðu sinni:

„Það var hrein hörmung að vera á kvöldvakt í Hádegismóum á miðvikudaginn þegar fregnir bárust af því að Charlie Kirk, maður sem ég hef fylgst með í 5–6 ár, hefði verið skotinn. Skömmu síðar sá ég ógeðfelldasta myndskeið sem ég hef nokkurn tíma séð – morðið framið í beinni útsendingu, fyrir framan þúsundir háskólanema og allan heiminn. Maðurinn sem var þekktastur fyrir að ræða við þá sem voru honum ósammála var myrtur.

Um þremur tímum eftir skotárásina fannst Jóhannesi Þór, framkvæmdastjóra SAF og stjórnarmanni í S’78, ástæða til að tala um „samhengi hlutanna“ í þessu tilfelli. Hvernig getur nokkurt samhengi réttlætt að menn séu drepnir fyrir skoðanir sínar og að tvö börn séu skyndilega föðurlaus? Að telja slíkt skipta máli er áfellisdómur yfir dómgreind mannsins.“

Nökkvi bendir á að íslenski þingmaðurinn Snorri Másson hafi þurft lögregluvernd vegna skoðana sinna og í gær hafi netverji á Twitter sagt að Snorri væri næstur „og annar Íslendingur birti myndskeið á TikTok þar sem hann sagði: „Vonandi skjóta þau ekki Snorra Másson næst.““

Sérkennileg eftirmæli um hinn látna

Nökkvi varar við skrímslavæðingu pólitískra andstæðinga. Orðræða um að tilteknir einstaklingar séu ógn við lýðræði eða tilvistarrétt þjóðfélagshópa sé vatn á myllu vanstilltra manna sem beiti hótunum og ofbeldi.

Nökkva þykir sérkennilegt hvað margir hafa séð sig knúna til að tjá sig um galla Charlie Kirk í kjölfar morðsins á honum. Við eftirmæli um látna séu yfirleitt dregnir fram kostir þeirra frekar en gallar. Hann segist ekki hafa verið sammála Kirk í öllu en margt í boðskap hans hafi verið gott:

„Kirk talaði til ungs fólks um trú, um að elska náungann og standa með fjölskyldu sinni. Sá boðskapur hafði jákvæð áhrif á milljónir ungmenna. Boðskapur sem skiptir sérstaklega máli á tímum þar sem mjög mikið af ungu fólki finnur fyrir tilgangsleysi.“

Pistilinn í heild má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki