fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Segir að Snorri muni ekki bogna – „Oft eru mál blásin upp í ákveðnum tilgangi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. september 2025 11:58

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur stigið fram og komið þingmanni flokksins Snorra Mássyni til varnar eftir þá miklu gagnrýni sem hann hefur mátt sæta í kjölfar umræðna í Kastljósi um hinsegin fólk, á mánudagskvöld. Sigmundur segir Snorra ekki hafa sagt eða gert neitt rangt en hafi hins vegar verið beittur þöggunartilburðum og undan því muni hann ekki bogna.

Sigríður Á. Andersen þingmaður flokksins hafði áður komið Snorra til varnar en bæði gera hún og formaðurinn það á Facebook:

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“

Sigmundur segist eiga bágt með að átta sig á hvað af því sem Snorri sagði kallaði á slík viðbrögð. Nefna má að það hefur farið fyrir brjóstið á hinsegin fólki að Snorri hafi lagt áherslu á að tala um baráttu þess, ekki síst trans fólks, sem hugmyndafræði en ekki baráttu fyrir mannréttindum og tilvistarrétti:

„Kaldhæðnislegt er að í hinum ofsafengnu viðbrögðum raungerist einmitt það sem Snorri reyndi að vara við í umræddu viðtali. Í stað þess að ræða málflutning hans (og gagnrýna) birtist einbeittur vilji til að snúa út úr og forðast eðlilega umræðu. Þess í stað eru athugasemdir Snorra málaðar upp sem „hatur“ eða jafnvel hvatning til ofbeldis.“

Segir Sigmundur að ef til vill sé ástæða heiftarinnar sú að Snorri bogni ekki undan þöggunartilburðum.

Einar

Sigmundur Davíð sendir síðan Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur væna pillu:

„Sum viðbrögðin eru einstaklega sérkennileg og hreinlega vandræðaleg, t.d. örvæntingarráð borgarfulltrúa framsóknarmanna. Sá var til skamms tíma borgarstjóri og horfir nú á flokk sinn minnka dag frá degi. Í örvæntingu sinni lagði hann til að borgarstjórn samþykki afbrigði svo borgarfulltrúar gætu ályktað um að þingmaður sem var í viðtalsþætti kvöldið áður ætti ekki að fá að tjá (meinta) skoðun sína.“

Sigmundur vill meina að Snorri sé hallur undir raunverulegt frjálslyndi en ekki eitthvað nýtt gerræðislegt afbrigði þeirrar hugsjónar. Snorri hafi að ósekju verið sakaður um að afneita tilvist fólks þótt slíkt hafi hann aldrei gert:

„Eins og allt eðlilegt fólk hefur hann líka óbeit á ofbeldi, eins og kom reyndar skýrt og ítrekað fram í máli hans í Kastljóssþættinum.“

Tjáning

Sigmundur leggur að lokum áherslu á rétt Snorra til að tjá sig en kýs að líta framhjá ábendingum um að orðræða Snorra hafi veitt þeim hvatningu sem halda uppi hatursáróðri í garð hinsegin fólks:

„Oft eru mál blásin upp í ákveðnum tilgangi en ef hugmyndin er að banna þingmanninum Snorra Mássyni að viðra skoðanir sínar og ræða á opinberum vettvangi, er rétt að stíga fast til jarðar. Frjáls tjáning er grundvallaratriði í okkar samfélagi og rétturinn til að skiptast á skoðunum sömuleiðis. Á þeim rétti hafa framfarir og grundvallarréttindi borgaranna byggst, ekki hvað síst minnihlutahópa. Mitt mat, eftir að hafa verið nokkuð lengi í þessum bransa er að við þurfum fleiri þingmenn sem þora meðan aðrir þegja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Í gær

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“
Fréttir
Í gær

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu
Fréttir
Í gær

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“
Fréttir
Í gær

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“