fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Haraldur Árni rekinn frá Grindavík – Marko og Anton taka við

Victor Pálsson
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 19:53

Mynd: Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Árni Hróðmarsson hefur verið rekinn frá Grindavík og mun ekki klára tímabilið með félaginu.

Þetta staðfesti stjórn félagsins í kvöld en Grindavík er í mikilli fallbaráttu í Lengjudeildinni og er í tíunda sæti.

Grindavík er aðeins stigi frá fallsæti eftir 20 umferðir og ákvað félagið að breyta til fyrir lokaleikina.

Marko Valdimar Jankovic og Anton Ingi Rúnarsson taka við af Haraldi og munu stýra þeim leikjum sem eftir eru.

Tilkynning félagsins:

Anton Ingi og Marko taka við meistaraflokki karla

Stjórn knattspyrnudeildar og Haraldur Árni hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari karlaliðs félagsins. Hann tók við liðinu á mjög erfiðum tíma í fyrra og þökkum við honum kærlega fyrir gott starf fyrir félagið. Einnig óskum við honum velfarnaðar í framtíðinni.

Grindvíkingarnir Marko Valdimar Jankovic og Anton Ingi Rúnarsson munu stýra liðinu það sem eftir er af sumrinu. En þar eru 2 mjög mikilvægir leikir í okkar baráttu í Lengjudeildinni. Janko mun verða þeim innan handar.

Stjórn knattspyrnudeildar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
433Sport
Í gær

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Í gær

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag