fbpx
Laugardagur 06.september 2025
Fréttir

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. september 2025 07:30

Alzheimer-sjúkdómurinn er algengasta form heilabilunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lykillinn að því að greina algenga taugahrörnunarsjúkdóma á borð við Alzheimer og Parkinson gæti falist í þörmunum fremur en í heilanum, samkvæmt nýrri rannsókn.

Vísindamenn hafa fundið sterk tengsl milli meltingarvandamála,þar á meðal bólgu í meltingarvegi og vítamínskorts, og aukinnar hættu á þeim minnis- og vitrænuskerðingum sem fylgja Alzheimer og Parkinson.

Lengst af hefur verið vitað að bólgur í meltingarvegi geta leitt til ýmissa heilsufarsvandamála, meðal annars er tengjast virkni heilans. Nú hafa sérfræðingar við Center for Alzheimer’s and Related Dementias rannsakað áhrif sjúkdóma eins og sykursýki, bólgusjúkdóma í þörmum og pirrings í meltingarvegi (IBS) á þróun Alzheimer og Parkinson.

Í niðurstöðunum, sem birtar voru í vísindaritinu Science Advances, kemur fram að meltingar- og efnaskiptavandamál geti birst allt að 15 árum áður en fyrstu einkenni sjúkdómanna gera vart við sig. Þetta gæti því opnað á nýja möguleika til snemmbúinnar greiningar og persónumiðaðra meðferða.

Líklegri til að fá Alzheimer

Rannsóknin bendir til þess að fólk með bólgusjúkdóma í þörmum, sýruflæði, sykursýki eða IBS sé líklegra til að fá Alzheimer síðar á ævinni. Með sama hætti auka meltingarvandamál, B-vítamínskortur og efnaskiptatruflanir hættu á Parkinson.

Samkvæmt Parkinson-samtökunum eru meltingarvandamál eitt algengasta einkennið hjá sjúklingum, og um 70 prósent þeirra þjást af langvarandi hægðatregðu. Það einkenni kemur gjarnan fram löngu áður en skjálfti, hæg hreyfing og stirðleiki vöðva verða sýnileg.

Alzheimer er algengasta orsök heilabilunar í heiminum og banvænasti sjúkdómur Bretlands samkvæmt nýjustu tölum. Árið 2022 létust rúmlega 74 þúsund manns þar í landi úr heilabilun, sem gerir Alzheimer að helstu dánarorsökinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keypti sér happaþrennu í Hagkaup og vann 10 milljónir

Keypti sér happaþrennu í Hagkaup og vann 10 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri rýfur þögnina: Stórfurðulegir dagar að baki – Tekur til sín einn hluta gagnrýninnar

Snorri rýfur þögnina: Stórfurðulegir dagar að baki – Tekur til sín einn hluta gagnrýninnar