fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 17:30

Olíuhreinsistöð í Rostov brennur. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með hnitmiðuðum árásum á skotmörk í Rússlandi hefur Úkraínumönnum tekist að hafa mikil áhrif á daglegt líf rússnesks almennings og um leið gætir áhrifa árásanna í tveimur aðildarríkjum ESB sem eru allt annað en sátt við nágrannana í Úkraínu. Í stóra samhenginu getur þetta haft afgerandi þýðingu fyrir gang stríðsins að sögn sérfræðings.

Í Rússlandi er staðan þannig að í austurhluta landsins er orðið erfitt fyrir íbúana að kaupa bensín því Úkraínumenn hafa gert svo harðar árásir á rússneska olíuiðnaðinn að hann getur ekki lengur framleitt nóg fyrir almenning.

The Moscow Times skýrir frá þessu og segir að frá því í byrjun ágúst hafi Rússar misst um 13% af framleiðslugetu sinni vegna árása Úkraínumanna sem hafa ráðist á að minnsta kosti sjö olíuhreinsistöðvar.

Úkraínumenn hafa einnig gert árásir á olíuleiðslur sem liggja frá Rússlandi til Ungverjalands og Slóvakíu og náð að stöðva streymið um þær um hríð. Nú segjast rússnesk stjórnvöld hugsanlega þurfa að skrúfa fyrir olíustreymið til ríkjanna tveggja, sem eru aðildarríki ESB en eru ólíkt hinum aðildarríkjunum hliðholl Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann
Fréttir
Í gær

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“
Fréttir
Í gær

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla
Fréttir
Í gær

Þórhallur deilir nýju verkefni með barnslegri gleði

Þórhallur deilir nýju verkefni með barnslegri gleði