fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. ágúst 2025 18:00

Flamingoflugskeyti. Mynd:Úkraínski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa þróað og smíðað nýtt langdrægt flugskeyti sem dregur allt að 3.000 kílómetra og getur borið rúmlega 1,2 tonn af sprengiefni.

DV skýrði nýlega frá þessu nýja flugskeyti en fyrir helgi komu enn frekari upplýsingar fram um það þegar Úkraínumenn buðu fréttamanni AP í heimsókn í verksmiðjuna þar sem flugskeytin, sem heita Flamingo, eru smíðuð.

Flugskeytið hefur fengið nafnið Flamingo og segja sérfræðingar að hér sé um sannkallað ofurflugskeyti að ræða. Með 3.000 km drægi nær það allt til Moskvu og það hugnast Vladímír Pútín örugglega ekki.

Með þessu langdræga flugskeyti er hægt að skjóta á skotmörk í Moskvu og í stórum hluta vestanverðs Rússlands, til dæmis mikilvæga innviði, olíuhreinsistöðvar og herstöðvar og birgðageymslur.

Margir hafa gert grín að nafni flugskeytisins en Iryna Terekh, tæknistjóri verksmiðjunnar, sem framleiðir flugskeytið, sagði að það þurfi ekki eitthvað hræðandi nafn á flugskeyti sem dregur 3.000 kílómetra. „Aðalmálið er að flugskeytið virki vel,“ sagði hún.

Þróun flugskeytisins tók aðeins níu mánuði.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagði að tilraunir með flugskeytið hafi gengið vel og þetta sé besta flugskeytið sem Úkraínumenn hafi haft yfir að ráða fram að þessu.

Framleiðsla þess er hafin og markmiðið er að í janúar á næsta ári verði framleiðslan komin upp í um 200 flugskeyti á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn