Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að upprunagreining á löxum sem veiðst hafa í Haukadalsá staðfesti að eldislaxar hafi komist í ánna.
Alls hafa verið greindir 11 laxar og staðfest er að 3 koma úr eldi en 8 af löxunum reyndust af villtum uppruna. Niðurstöður greininga benda til þess að uppruni eldislaxanna þriggja sé úr Dýrafirði.
Að lokum segir í tilkynningunni að til Hafrannsóknarstofnunar séu að berast laxar sem sendir verði til erfðagreiningar. Matvælastofnun veiti frekari upplýsingar þegar niðurstöður liggja fyrir varðandi erfðagreiningu laxa og uppruna þeirra.