fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. ágúst 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð fjölmennur mótmælendafundur stendur yfir í Anchorage í Alaska, þar sem leiðtogafundur Trump og Putin um Úkraínustríðið verður haldinn í kvöld. CNN greinir frá þessu á fréttavakt sinni í aðdraganda fundarins.

Mótmælendur eru íklæddir fánalitum Úkraínu og bera mótmælaskilti með ýmsum slagorðum, t.d. að Úkraína sé ekki til sölu og að engir friðarsamningar geti átt sér stað án aðkomu Zelensky, forseta Úkraínu. Sumir mótmælendur draga í efa hæfni Trumps til að semja við Putin.

Donald Trump hefur nú yfirgefið Hvíta húsið og er farinn af stað til Alaska. Á samfélagsmiðli sínum Truth Socials birtir hann einföld skilaboð: Mikið í húfi!

Fundurinn hefst um kl. 19:30 í kvöld að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
Fréttir
Í gær

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“