fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bið alla þá sem unna kyrrðinni og feg­urð lands okk­ar að íhuga á ferðalög­um um Ísland hvernig inn­rás­ar­vík­ing­ar hyggj­ast blygðun­ar­laust her­taka landið okk­ar með inn­gripi af stærðargráðu sem eng­an órar fyr­ir.“

Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem umfjöllunarefnið er vindorkuver. Skrifar hann meðal annars um þá tillögu Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfisráðherra að virkjunarkosturinn Garpsdalur í Reykhólahreppi verði settur í orkunýtingarflokk rammaáætlunar.

Hrasað á svelli æsku og reynsluleysis

Í grein sinni rifjar Guðni upp ummæli Júlíusar Sólnes, fyrsta umhverfisráðherra Íslands, sem lýsti því í fyrra að hann hefði viljað að Ísland myndi lýsa því yfir að við yrðum vindmyllulaust land. Segir Guðni að ólíkt hafist þeir að, Júlíus og Jóhann Páll, og hinn síðarnefndi hafi „fengið eldingu í höfuðið eða hrasað á svelli æsku og reynsluleysis“ eins og Guðni segir.

Guðni rifjar upp að þann 7. Maí síðastliðinn hafi verkefnisstjórn vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un­ar skilað til­lögu að flokk­un 10 vindorku­kosta til ráðherra. Lagði verkefnisstjórnin til að all­ir virkj­un­ar­kost­ir yrðu flokkaðir í biðflokk en Jóhann Páll lagði til að Garpsdalur yrði flokkaður í nýtingarflokk.

Segir peningum lofað

„Hví fórn­ar ráðherra Garps­dal með því að reisa nátt­úr­unni níð með tug­um vind­myllutrölla á Garpdalsfjalli? Hver vind­mylla verður 250 metra há, en Hall­gríms­kirkjut­urn er 75 metr­ar á hæð. Garps­dals­fjall rís yfir Reyk­hóla og vind­myllutröll­in sjást víða að frá Snæ­fellsnesi, Döl­um, Stranda­sýslu og Húna­vatns­sýslu. Ráðherra tek­ur þetta svæði fram yfir allt í því vind­mylluæði sem skek­ur nú ís­lensk­ar byggðir og óbyggðir og feg­urð lands vors. Er ráðherra sama um haförn­inn og vill hann kall­ast „arn­ar­bani“,“ spyr Guðni og lýsir miklum efasemdum.

„Hvað greip ráðherr­ann sem kallaði á þessa fljót­færni? Og af hverju ein­mitt á þess­um stað? Ligg­ur hann af ein­hverj­um ástæðum bet­ur við höggi en aðrir? Spyr sá sem ekki veit – en grun­ar samt. Úr Reyk­hóla­hreppi ber­ast þær fregn­ir að vind­myllumó­gúl­arn­ir séu bún­ir að gefa öll­um börn­um spjald­tölvu og lofi mikl­um pen­ing­um í íþrótta­sjóð. Meiri­hluti hrepps­nefnd­ar, þrjár mann­eskj­ur, í 260 manna sveit­ar­fé­lagi, geta tekið ákvörðun um að veita fram­kvæmda­leyfi.“

Verður næsta krafa sæstrengur?

Guðni segir einnig að erlend stórfyrirtæki með peningasjóði sækist nú eftir því að reisa risavaxin vindorkuver og hefur áhyggjur af því að sveitarfélög geti verið ginnkeypt fyrir þessu öllu. Alþingi hafi þó æðsta vald með skýrri lagaumgjörð og stefnumörkun. Hann veltir einnig fyrir sér fleiri atriðum, eins og hvert orkan verður seld.

„Næsta krafa er sæ­streng­ur inn á op­inn Evr­ópu­markað, með hækkuðu orku­verði. Fram að þessu hef­ur Lands­virkj­un í eigu þjóðar­inn­ar farið með virkj­an­ir fall­vatn­anna og gert það vel,“ segir Guðni sem kveðst þó gera sér grein fyrir því að vindurinn verði virkjaður hér á landi. Þó sé mikilvægt að gæta sín enda mikið í húfi.

„Það er mik­il­vægt að Alþingi taki þegar af skarið. Eða ætl­um við Íslend­ing­ar að láta græðgina um­turna land­inu stefnu­laust með vindorku­ver­um og færa er­lendu auðvaldi heiðar og dali, fjöll, hálsa og mela til að virkja vind­inn? Alþingi ber að móta heild­ar­stefnu í vindorku­mál­um fyr­ir landið allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast