fbpx
Föstudagur 10.október 2025
Fréttir

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 08:00

Reynisfjara. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurður Indriðason, einn landeigenda Reynisfjöru, segir að aðsóknin á svæðið aukist mikið fyrstu dagana eftir að slys verða.

Eins og kunnugt er lést níu ára stúlka frá Þýskalandi um liðna helgi þegar hún fór í sjóinn.

Ragnar segir í samtali við Morgunblaðið í dag að strax daginn eftir slysið hafi orðið sprenging á svæðinu.

„Bæði bílaplönin fylltust, það kom endalaust flóð af bílum. Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys, aðsóknin eykst mikið fyrstu dagana á eftir,“ segir hann við Morgunblaðið.

Bætir hann við að ekki sé einungis um erlenda ferðamenn að ræða heldur einnig Íslendinga og margir séu meðvitaðir um hið sorglega slys sem varð um síðustu helgi.

Vinna við að auka öryggi í Reynisfjöru er hafin og segist Ragnar vonast til þess að henni verði lokið strax fyrir helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“
Fréttir
Í gær

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár
Fréttir
Í gær

Gera grín að auglýsingu fullveldissinna um bókun 35 – „Málþing haldinn“?

Gera grín að auglýsingu fullveldissinna um bókun 35 – „Málþing haldinn“?