Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þrátt fyrir hagræðingu og aukna hagkvæmni á bankamarkaði hafi vaxtamunur (þ.e. munurinn á milli innláns- og útlánsvaxta) ekki minnkað heldur fari vaxandi. Lítill munur á vaxtamun bankanna bendi síðan til þess að hér vanti aukna samkeppni á lánamarkaði.
Þetta kemur fram á RÚV.
„Vaxtamunur er á bilinu 3,1% til 3,5% á meðan að á Norðurlöndum þá er hann í kringum 1,6%. Þetta náttúrlega segir sig sjálft að þarna skortir samkeppni á lánamarkaði,“ segir Breki.
Breki segir að stóru viðskiptabankarnir þrír, Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn, hafi haft svigrúm til vaxtalækkana miðað við nýbirt uppgjör þeirra. Á fyrri helmingi ársins jukust hreinar vaxtatekjur þeirra um tæpa níu milljarða á milli ára, eða um meira en 10%.
Breki segir fjármagnskostnað á Íslandi vera gífurlega háan. Velgengni bankanna sé sótt í vasa viðskiptavina þeirra. Sjá nánar hér.