fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. ágúst 2025 19:15

Hödd Vilhjálmsdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hödd Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur og almannatengill, steig fram og nafngreindi Hörð Ólafsson, lækni,  í færslu sinni á Facebook þann 18. júlí síðastliðinn. Sakaði hún Hörð um að hafa nauðgað sér þegar hún stundaði nám í lögfræði við Háskóla Íslands og aftur þegar hún bar fyrri nauðgunina upp á hann.

Mér var nauðgað fyrir próf í skaðabótarétti. Drakk tvö rauðvínsglös að kvöldi. Vaknaði að morgni og pissaði. Konur vita þegar það kemur ekki alltaf bara piss. Bar það upp á viðkomandi. Hann byrlaði mér. Síðara skiptið vaknaði ég eftir einhver rauðvínsglös að morgni allsber. Gat ekki öskrað því ég vildi ekki gera mig að meira fífli en ég var (er). Beið eftir að fokking fíflið vaknaði. Tjóðruð við einhvern staur. Þar á milli bað hann mig um að fara með honum í Rekstrarvörur að kaupa bleyjur til kynferðislegra athafna. Eðlilega var ég ekki til. Sirka síðustu samskipti okkar voru í gegnum bílslys á milli Akureyrar og Blönduóss. Þar lést maður. Og ég veit allt um það slys og því miður um allar bráðamótakomur margra. Ljórinn. Sorry vinir…..Hörður Ólafsson… Þú ert vond manneskja.

Hödd segir manninn ekki eiga sér málsbætur

Mannlíf greindi frá færslu Haddar daginn eftir, í stuttu samtali við miðilinn sagðist Hödd hafa fengið mjög mikil viðbrögð við færslunni en vilja halda trúnaði um hver viðbrögðin væru. Aðspurð hvort Hörður hefði haft samband við hana eftir að hún birti færsluna, neitaði hún því og bætti við: „Hann á sér engar málsbætur.“

Svo virðist sem Hörður hafi ekki vitað af færslu Haddar fyrst í stað, en hann og eiginkona hans, Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi, tjá sig bæði um ásakanir Haddar í kvöld. Hörður segist hafna með öllu ásökunum Haddar og segist ekki vita á hvaða vegferð hún sé. Segist hann hafa tilkynnt Hödd að dragi hún ásakanir sínar ekki til baka eigi hann ekki annarra kosta völ en að höfða mál gegn henni vegna ærumeiðinga:

„Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill hefur sett fram viðurstyggilegar og glórulausar ásakanir í minn garð á Facebook síðu sinni, þar sem hún nafngreindi mig, en vefmiðillinn Mannlíf tók í kjölfarið viðtal við Hödd þann 19. júlí. Ég heyrði af ásökunum hennar á meðan ég var í fríi erlendis en brást við strax með því að senda henni bréf þar sem henni var tilkynnt um að mál yrði höfðað til að ómerkja ummælin.

Ég veit ekki á hvaða vegferð Hödd er, en ásökunum hennar hafna ég með öllu. Ég hef aldrei brotið á nokkrum einstaklingi – þvert á móti hef ég helgað mig því að aðstoða aðra.

Við Hödd áttum í nokkra mánaða sambandi sem hófst fyrir rúmum 15 árum síðan sem ég sleit um áramótin 2010/2011. Við hittumst einu sinni nokkrum mánuðum eftir að sambandið okkar lauk og skildum þá í góðu og síðan þá hef ég ekki haft nein samskipti við hana.

Dragi Hödd ásakanir sínar til baka, og biðjist hún fyrirgefningar, mun ég fyrirgefa henni. Öðrum kosti sé ég mér ekki annað fært en að leita atbeina dómstóla eins og ég hef tilkynnt henni.

Styður eiginmann sinn í málinu

Jórunn Frímannsdóttir, eiginkona Harðar,  stígur einnig fram með færslu til stuðnings eiginmanninum  og segist ekki trúa því að maður hennar sé fær um það ofbeldi eða kenndir sem hann er sakaður um. Segist hún styðja mann sinn í málinu. Segir hún þau hafa verið saman frá ársbyrjun 2012 og nýlega fagnað tíu ára brúðkaupsafmæli.

„Ég þekki Hörð vel og trúi því ekki að hann hafi nokkurn tíma beitt því ofbeldi sem hann er ásakaður um eða hafi þær kenndir sem látið er í veðri vaka. Með innihaldslausum ásökunum og án dóms og laga ákveður Hödd Vilhjálmsdóttir að setja á Facebook síðu sína ásakanir á hendur Herði sem hann þarf nú að verjast, eigi hann að halda sínu óflekkaða mannorði. Þetta gerir hún án þess að nokkur ákæra hafi verið lögð fram eða minnstu sannanir bornar á borð.“

Segir hún mann sinn nú á leið í mál við fyrrum sambýliskonu sína til skamms tíma og málið muni væntanlega taka tíma.

„Ég mun styðja hann eins og ég get í gegnum þetta ferli, fullviss um það að hún verði sakfelld í öllum atriðum og mannorð Harðar verði áfram flekklaust.
Við getum ekki setið hjá og látið grafalvarlegar ásakanir sem þessar í formi slúðurs tröllríða samfélaginu og taka fólk lífi án nokkurrar fótfestu eða sannana. Þetta gerist allt of oft og það er mál að linni.

 Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þessa konu sem er að ásaka manninn minn um eitthvað sem á að hafa gerst fyrir um fimmtán árum síðan án nokkurra sannana eða ákæru. Það er von mín að við komum sterkari út úr þessu og þetta mál hafi fordæmi til góðs fyrir komandi kynslóðir.
Ef þið viljið heyra í mér vegna þessa eða hafið eitthvað til málanna að leggja endilega hafið samband við mig.

Bestu kveðjur til ykkar allra og góða Verslunarmannahelgi.“

Hödd hvergi bangin

Í stuttu samtali þar sem DV bar yfirlýsingar hjónanna undir Hödd segist hún hvergi bangin.

„Ég biðst ekki afsökunar á neinu. Enda engu logið.“

Uppfært kl. 23.28:

Hödd deildi frétt DV fyrr í kvöld þar sem hún segist standa við færslu sína frá 18. júlí og aðrar sem á eftir komu. Segir hún ekkert bréfi hafa borist til sín frá Herði.

Til áréttingar… Ég stend gallhörð við færslu mína frá 18. júlí og þær sem komu á eftir um Hörð Ólafsson.

Hugarástand sjúkra einstaklinga leiðir þá oft út í horn. Eina sem þeir geta er að afneita en sannleikurinn mun að endingu sigra.
Staðan er samt sú að ekkert bréf hefur mér borist. Líklega er gáfulegt að senda ekki hótanir um málaferli með bréfdúfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu